mandag den 3. august 2009

Loksins

Já penninn virkar en ég nenni bara ekki,vonandi hrekk ég í gang fljótlega,en frúin er búin að dæla inn myndum svo endilega kíkið,alveg frá síðasta ári og meira. Kem fljótt aftur hilsen
Þrándur

søndag den 3. maj 2009

Sumarkreppan


Halló já við erum á lífi,en bloggléleg.

Nú hefur mikið gerst síðan síðast enda langt um liðið. Þann 1 apríl var lagt í ferðalag til íslands,fyrsta heimsókn eftir flutning,var bæði tilhlökkun og kvíði hjá undirrituðum.

Flugið var náttúrulega ekki á áætlun,kom ekki á óvart,en til reykjavíkur vorum við kominn,um hálf fimmleytið í fyrsta kaffiboð en ekki það síðasta,viljum við þakka öllum fyrir yndislegar móttökur,veitingar og aðbúnað og síðast en ekki síst samverustundir, því miður komumst við ekki til allra sem var búið að tala um en hugurinn var þar eigi að síður.

Ísland kom betur útút þessari heimsókn en við héltum,því maður heyrir bara það neikvæði í fjölmiðlum,en þarna býr ennþá þjóð sem er ekki búin að gefast upp og vinnur sig útút þessu eins og alltaf áður. Merkilega var að okkur fannst við hafa verið þarna í gær kannski er það aðlögunarhæfni mannsins eða gullfiskaminnið,enda hef ég alltaf sagt góðir vinir breytast ekki hvort sem eru 200 metrar á milli húsa eða 2000þúsund kílómetra.

Mesta breyting sem við upplifðum að það er allt bara í fyrsta gír.sumir segja að þetta hafi verið svona í gamla daga,en svo langt man ég ekkki.

Nú fyrr enn varði var komið að heimferð og gekk bara ljómandi vel þangað til að lestarferðinni var komið. Júuuuuua við ákváðum að prófa í þessu ferðalagi að taka lestina frá Sönderborg til köben og til baka og hefur það fyrirkomulag bæði kosti og galla, kosturinn er að maður getur bara setið og huggað sig og notið útsýnis,en svo er það upptalið. Á heimleiðinna þurftum við að hlaupa mararþon á milli brautarpalla í köben til að ná sönderborgarlestinni,og svo þegar við komum inn ´´i lestina með 5 ferðatöskur voru öll sæti meira og minna full,svo ér tróð töskunum upp í næstu hillu og síðan settist fjölskyldan hist og hér um alla lest. Náðum að lokum að setja saman og þetta leit vel út,en þá byrjar lestarstjórinn að gaula skipta um lest skipta um lest,var þá ekki bilun á milli tveggja stöðva svo við drusluðumst með allt okkar dót yfir í gamla tjútt tjútt lest og jú jú hún óstaðist af stað til sidst,en viti menn.

Aftur gaular gaurinn skipta um lest skipta um,jú þá mátti gamla tjútt tjútt lestin ekki keyra lengra,svo en gang til drösluðumst við yfir í næstu lest. Komum heim í Sönderborg einum og hálfum tíma á eftir áætlun, niðurstaðan er einföld,aaaaaalllllllldrei aftur lest,burra bara í mínum bíl næsta skipti....


Nú þegar við komum til baka var bara brostið á sumar 20 gráður og sól,svo við tókum upp flísar á pallinum og setttum nýjan sand undir og lögðum again, bárum viðarvörn á hinn pallinn og veggi,splæstum í húsgögn svo að þetta er að verða nokkuð gott, svo er núna í gangi klippun ´a hekki og annað garðdund.


Nú úr einu í annað við trukkarar hér í danaveldi höfum lengi talað um að hittast og var það framkvæmt í gær í vejle,mættu 15 stk með mökum og var borðað sagðar sögur metist aðeins tekið í keilu og að sjálsögðu opnaðir baukar,bara gaman og ákveðið að hafa árvissan atburð í það minnsta.


Nú svo ég verði nú alveg heiðarlegur þá er nú byrjað að rigna og það duglega svo ekki minnkar grasið um næstu helgi, já úbbs hef ekki alveg staðið mig með sláttinn ennþá. Læt þetta duga í bili og enn og aftur er von á myndum en lofa engu. Kveðja Garðar Þrándur

lørdag den 14. marts 2009

Annáll

Jæja þá er að koma sumar aftur,skaut inn mynd af frá Berliín sem við skoðuðum í haust. Nú skal reyna að rekja smá söguna því pistlarnir hafa verið hálf götóttir undanfarið,.
Jólin 2008 héldum við í svíþjóð,ekki langt frá Jönköping sem er cirka mitt á milli Gautaborgar og Stokkhólms,við elskum svíþjóð og langaði að reyna að komst í smá snjó og svoddan,. Keyrðum uppeftir á föstudegi og komum í bústað um kl 1800,sem við höfðum pantað, keyrt í næstu búð og verslað það nauðsynlegasta og síðan bara huggað sig. Daginn eftir vöknum við í yndislegu veðri frost og stilla,heiður himinn bara flott,jæja allir í föt og göngu,vorum með hesta í nágrenni og skóg,sem maður gata labbað endalaust í ,en svo kom babb í bátinn þegar átti að renna í síðdegirsbíltúrinn,bíllinn steindauður,minn grunaði reyndar um kvöldið að hleðslan væri ekki 100 prósent,en nú var galtómur. Nú ég er bara þrándur svo ég bankaði upp á í næsta bæ og spurði om han kunne hjælpe mig með ström,ja ja hey hey jeg koma snart og . Alveg yndislegt fólk þarna í sverige engin vandamál,svo fór ég á öll verkstæði og spurði um þeir gætu hjálpað mér,en það var eitt vandamál ég var ekki á volvo,svo þeir gátu ekki hjálpað okkur.
En þá kom bara þrándurinn upp aftur,ég gekk til bóndans sem átti bústaðinn og spurði hann um hvort hann ætti hleðslutæki,já ekki málið og hafðu það bara eins lengi þú vilt,svo það bara hlaðið á nóttunni og þá gátum við keyrt á daginn.
Einn daginn rendum við svo í Linköping til Elvars bróður ´Sólrúnar og áttum huggulegan dag með þeim hjónum og börnum þeirra. Heimferðin gekk vonum framar vorum stressuð um rafmagnleysi en komumst heim í hlað án hleðslu,svíþjóð var kvödd með söknuði en það verður bara farið aftur og aftur þar upp.
Áramótum eyddum við samam fjölskyldan í blommehaven og fengum líka Nönnu Louise vinkonu Auðar til okkar eftir matinn og gisti hún líka,bara gaman að hafa áramót með dönsku ívafi,meira segja keypti gamli maðurinn flugelda við mikinn fögnuð stúlknanna.
Ekki má gleyma góðri heimsókn frá esbjerg,þær komu systur Sigga og Þorgerður og þeirra menn. Í vetrarfríinu skaust unglingurinn til íslands,og hitti gömlu skólasystkini.
Við erum ekki þau sneggstu í öllu sem við gerum og það var búið að nefna það nokkrum sinnum við okkur að það ætti að hafa innfluttningsparty þegar maður flytti í eigið hús,nú svo við negldum dagsetningu 7 mars næstum einu ári eftir að við fluttum,fengum marga góða gesti og áttum góða stund. læt þetta duga núna en kem fljótlega aftur og vonandi með myndir. með hilsen Garðar

søndag den 22. februar 2009

Test


hæ er bara að prufa,hef haft vandræði með að setja inn myndir,prófa meira seinna.

Lubeck

Við rendum í Lubeck í Þýskalandi í nóvember og kíktum aðeins á jólastemmninguna í fallegu en köldu veðri. Þetta er smá test því að við höfum verið í brasi með að setja inn myndir.


Posted by Picasa

mandag den 22. december 2008

Jolin

Ja ja ekki skammast mikid, talvan hefur verid bilud og leti.
Enn stadan er su ad vid erum i Sverige nuna i summarhusi,og hofum tad mikit gott.
Skaust i tolvu hja Elvari brodur Solrunar til ad srifa pinu bons.
Bjuggum til laufabraud um daginn med Gunnari og Onnu,Stefaniu og Gauta og var tetta mikid gaman, myndir koma seinna.Piparkokurnar voru svo bakadar i gaer i summarhusinu.

En vid sendum bara ollum bestu og innilegsstu jolakvedjur,vid vorum frekar löt i kortunum tetta arid,og gledilegt ar til allra.

Med kvedjum Gardar, Solrun Audur,Telma og Linda.

søndag den 9. november 2008

Hugarórar


Já þesssi kreppa og það allt saman fer nú ekki framhja´neinum,o g ætla ég ekki að tjá mig persónulega um það hef ekki vit á þessu.
En alltaf gremjulegt þegar venjulegt fólk sem hefur verið nokkuð skynsamt getur engu stýrt lengur,missir vinnuna tapar peningum og það allt saman,

En hold op eins og danirnir segja, ég ætla að segja frá einum vinni mínum sem er bara eins og þið öll hin með skuldir og allan pakkan heima á klakanum, en svo einn daginn veikist og er búin að vera í allslags aðgerðum og þeim pakka öllum, þetta lofar góðu í augnabliki og við einplínum bara á það.
En svo hringi ég í hann fyrir nokkrum vikum síðan að athuga með heilsuna og svoddan, jú jú þetta gengur núna bara hljómandi vel,þurfti reyndar að fara í stóran uppskurð,en það var ekki neitt neitt,segir hann, ja hérna segir ég bara jæja enn og aftur vonandi lagast þetta vara fyrr enn seinna.
Já en hvað með lánin og það allt saman er þetta ekki allt í erlendu og allt að fara fjandans til.
Jú blessaður vertu það stemmir allt segir hann,

ENNN þetta eru bara peningar segir hann,

Já þeir sem þekkja mig vita að vel að faddarinn er svolítið langur hjá mér svo ég sagði bara já ja´og fattaði þetta daginn eftir.

Peningar eru einskins virði ef þú hefur ekki heilsu og fjölskyldu, munið það bara.


Önnur saga af skerinu Páll vinur minn og hans fjölskylda eru nú með þeim hugrakkari og eru á leiðinni til íslands eftir námið hennar Helgu. Jú jú þetta er nú stundum gangurinn, jæja fyrst er það nú að ákveða búsetu stað, Hvammstangi verður fyrir valinu,því þar er allt til als segja þeir hjá kommunúninni,jú jú af stað allt græjað sótt um íbúð vinnur skóla og allt þetta dót.
nei nei þá kemur nú pabb í bátinn kommúnan þarf þá að fara að vinna,heyrðu Páll þú getur ekki fengið íbúðina sem ég var búin að lofa þér því að það er að koma sérfræðingur að sunnan sem býr einn og hann þarf 4 herbergja íbúð,þú sættir þig bara við 2 er það ekki,
ja og vinnan sem ég lofaði ja ja nú er krebba svo ég ræð bara heimamenn sem eru í vinnu nú þegar. KOOOOOOOMON on er ekki verið að tala um 5 manna fjölskyldu sem er er svo hugrökk að reyna flytja heim en þeir koma fram eins og ég veit ekki hvað,

Palli minn það er laust pláss í bílskúrnum allir velkomnir.

Af fjölskyldunni er nú bara allt í góðu við gömlu erum bara ein heima með Telmu, Auður er í esbjerg með Nönnu Louise, Linda gisti hjá Camillu í næstu götu. Sólrún fékk nú smá hroll um daginn í vinnuni þegar var kallað til fundar, og sagt að 74 yrði sagt upp núna, og þið getið ýmindað ykkur hvernig minni leið þegar verkstjórinn kallaði á hana, Sólrún det er overstået, ok mín ætlaði að pakka saman en þá brosti hann neinei þú verður áfram og vertu pollróleg.
Ja í minni vinnu í skaks, er komið yfirvinnubann en það virkar ekki því það er ennþá nóg að gera,ég verð fram að jólum að keyra myllum til Þýskalands svo gæti orðið rólegt eftir jól en það gerir bara ekkert til þá huggar maður sig bara.