fredag den 28. december 2007

Gleðileg jól

Hæ hæ og hó,jú þá er þetta allt saman runnið upp og maturinn niður,við fórum til Billund á laugardagskvöld að sækja stórfjölskylduna,það eru foreldrar systur og einn mágur. Það var að sjálfsögðu seinkunn um 6 tíma á vélinni,þannig við vissum allt um flísar og gólfefni í flugstöðinni,en virkilega gaman að hitta alla aftur eftir 6 mánuði,var svo keyrt heim og komið um 4 leytið um nóttina. Vannst ég varla hafa hallað mér á koddann .þegar það var kallað #búðir búðir núna núna#jú þorláksmessa komin og þá er bara að versla og versla.
Já þessi jól verða í minningu búðarjólin miklu,nei nei segi bara svona, en alltaf fannst ein og ein til að kíkja í. Að öðru leyti búið að vera alveg yndisleg stund með fjölskyldunni,farið í jólatívolí í Köben á annan í jólum,alveg magnað að sjá þetta allt í skamdeginu,dæturnar prufuðu allskonar tól en ég undirritaður hef mjög lítið hjarta miðað við búkstærð svo ég horfi bara á.

Svo fór að líða að heimferð og gamli fór að stressat upp því við urðum að ná ferju fyrir kl 9, og þið þekkið nú svona konur og búðir alltaf teygist á þessu.

En að endanum komust við að stað og þá sagði gps okkur að við myndum ná bryggju kl 853 og þá var bara slegið í klárana,hraðbrautin nýtt til hins ýtrasta þegar a' mamma sá ekki á hraðamælinn, beygt út á landveginn og bara keyrt eins og maður þorði,kannski fáum við myndir í pósti en vona ekki,en kl 854 rendum við inn í ferju og er ekki frá því að púlsinn hafi verið kominn aðeins upp.

Yfir kaffibolla í ferjunni var þetta hin mesta skemtun og allir tilbúnir fyrir næstu jól.

Þýskaland var skoðuð á fimmtudaginn og að sjálfsögðu nokkrar búðir.

Föstudagur í slökun hjá okkur strákunum en móðir mín og systur fundu nokkrar búðir enn,svo er bara kveðjustund á morgun,verður svoldið erfitt en hugsum bara um frábæra viku hér í danmark.

Minni á nýjar myndir í desember albúmi,

Kveðja Garðar

tirsdag den 18. december 2007

Heimilsfang heimilsfang

Já já vegna margra áskoranna og skammaræða hendi ég inn hér heimilsfangi og símum.ætla svo síðar að setja þetta upp í öðru formi.

Ringgade 64 6400 Sönderborg Isl sími 4960472

En að öðru þá eru jólin að bresta á með því öllu sem fylgir,mamma er að koma svo ég verð að fara skúra og þurkka af svo ég fái ekki falleinkunn,fórum á sunnudaginn síðasta að sækja okkur jólatré,þetta er rosalega gaman hér maður fer bara út í þartil merktann skóg velur sér tré og heggur niður, pakkar því inn og borgar,færð svo jólaglögg og smákökur virkilega notalegt. Nú verð é g að- rjúka í hattinn,vakna 445 í býtið kem fyrr inn enn síðast.

mandag den 3. december 2007

Mánudagur og ekki til mæðu

Já hann rann upp alltaf jafn hissa þegar klukkan glymur,en það er bara karlmennska og drífa sig framúr.
Vinnan var söm við sig,en þó tíðindi,ekki mikil á danskan mælikvarða,var komin heim korter í þrjú.

Allir komnir í göngu kl hálf fjögur,rjómablíða og alveg mögnuð stund,sníktum kaffi hjá Finn og co,áður en haldið var aftur heim. Aðeins byrjað á jólakortum,úúúfffff,leiðinlegt,en það er bara svo hrikalega gaman að fá kort sjálfur svo maður býtur á jaxlinn og skyrpir þessu(ég bít en frúin gerir þetta).

Eins og þið sjáið er þetta kanski hálfgerð dagbók núna en ég lofaði að vera sýnilegur svo þetta þróast eitthvað í fremtiden. Hilsen Garðar Þrándur

søndag den 2. december 2007

Sunnudagur

Jú hann er liðin og alltaf líða þeir jafn hratt þessir frídagar,við slóum Tönder af í morgurn það hringdi var svona gra´myglulegt,svo það var farið í piparkökubakstur,með meiru,kallinn sendur út í búð í hasti að sækja meira hveiti,stalst til að kaupa dagblað í leiðinni.sem er ekki merkilegt enn dokið samt við.

Svo leið nú á daginn og allt var orðið eðlilegt dæturnar byrjaðar að rífast og allt normal,jóladiskurinn í tækinu og sá gamli að lesa blaðið.

Svo skynilega er nú allt orðið vitlaust,að mér fannst, svo ég harkaði mér upp úr stólnum,lagði blaðið frá mér og ætlaði að ræða við börnin,er rétt byrjaður að predika þegar Auður kemur hlaupandi inn og segir #pabbi# það er kviknað í blaðinu,ég vildi nú ekki gefast svona létt upp og hélt áfram með pistill um uppeldi,en þegar frúin gargaði líka,þá skildist mér að ég ætti að koma núna.

Ég rölti inn í stofu í rólegheitum og þá stendur fína blaðið mitt í ljósum logum í stofunni,það var slökkt í því með handklæði. Heldur þá ekki að elskan mín hafi nú ekki verið búin að kveikja á kerti á borðinu.svona rómó skilurðu,en minn lagði náttúrulega bara blaðið á sinn staaaaaað.

Síðan var skundað í smá búðir og dagurinn endaður á ´því að heimsækja Gísla og Ann sem buðu í jólaglögg og eplaskífur,virkilega notalegt og fínt.

Þannig að svona er nú týpiskur dagur í Sönderborg. Hilsen Garðar Þrándur

lørdag den 1. december 2007

Blogg heimasíða sem kemur hægt og rólega

Jæja þessi síða átti nú að koma strax í sumar en góðir hlutir gerast oftast hægt er það ekki,við vonum að þið sem kíkið við hjá okkur hafið gagn og gaman af. Getið kíkt á myndir af fjölskyldumeðlimum og danskri náttúru.

Núna er daninn byrjaður að skreyta eins og þið gerið líka heima en hann setur upp jólatré og allt strax,svo maður er að detta í feikna jólagír,ég meina sko tré inn í stofu.

Annars erum við bara í dönskum rólegheitum,feðgin kíktu í búðir í morgun,gamli losaði stíflur úr vaski og baði,frúin bakaði eins og hún fengi borgað fyrir það,skutlaði Finn og Beggu vinum okkar á jólahlaðborð í nágrenni.

Svo er stefnan tekin til Tönder á morgun að kíkja á jólamarkað.Kveðja Garðar Þrándur