søndag den 2. december 2007

Sunnudagur

Jú hann er liðin og alltaf líða þeir jafn hratt þessir frídagar,við slóum Tönder af í morgurn það hringdi var svona gra´myglulegt,svo það var farið í piparkökubakstur,með meiru,kallinn sendur út í búð í hasti að sækja meira hveiti,stalst til að kaupa dagblað í leiðinni.sem er ekki merkilegt enn dokið samt við.

Svo leið nú á daginn og allt var orðið eðlilegt dæturnar byrjaðar að rífast og allt normal,jóladiskurinn í tækinu og sá gamli að lesa blaðið.

Svo skynilega er nú allt orðið vitlaust,að mér fannst, svo ég harkaði mér upp úr stólnum,lagði blaðið frá mér og ætlaði að ræða við börnin,er rétt byrjaður að predika þegar Auður kemur hlaupandi inn og segir #pabbi# það er kviknað í blaðinu,ég vildi nú ekki gefast svona létt upp og hélt áfram með pistill um uppeldi,en þegar frúin gargaði líka,þá skildist mér að ég ætti að koma núna.

Ég rölti inn í stofu í rólegheitum og þá stendur fína blaðið mitt í ljósum logum í stofunni,það var slökkt í því með handklæði. Heldur þá ekki að elskan mín hafi nú ekki verið búin að kveikja á kerti á borðinu.svona rómó skilurðu,en minn lagði náttúrulega bara blaðið á sinn staaaaaað.

Síðan var skundað í smá búðir og dagurinn endaður á ´því að heimsækja Gísla og Ann sem buðu í jólaglögg og eplaskífur,virkilega notalegt og fínt.

Þannig að svona er nú týpiskur dagur í Sönderborg. Hilsen Garðar Þrándur

2 kommentarer:

Anonym sagde ...

Hæ og hó.
Þessi síða er komin í favoritið hjá mér. Það verður gaman að fylgjast með þessu. Þið getið líka skoðað síðuna hjá mér.
www.123.is/dagmar

Kveðja úr Hveragerði Islandi.
Dagga og co.

Anonym sagde ...

Hehe. Skárra þó að kveikja í blaðinu (hvort sem er ekkert merkilegt í þeim) heldur en öllu húsinu :)