mandag den 3. december 2007

Mánudagur og ekki til mæðu

Já hann rann upp alltaf jafn hissa þegar klukkan glymur,en það er bara karlmennska og drífa sig framúr.
Vinnan var söm við sig,en þó tíðindi,ekki mikil á danskan mælikvarða,var komin heim korter í þrjú.

Allir komnir í göngu kl hálf fjögur,rjómablíða og alveg mögnuð stund,sníktum kaffi hjá Finn og co,áður en haldið var aftur heim. Aðeins byrjað á jólakortum,úúúfffff,leiðinlegt,en það er bara svo hrikalega gaman að fá kort sjálfur svo maður býtur á jaxlinn og skyrpir þessu(ég bít en frúin gerir þetta).

Eins og þið sjáið er þetta kanski hálfgerð dagbók núna en ég lofaði að vera sýnilegur svo þetta þróast eitthvað í fremtiden. Hilsen Garðar Þrándur

4 kommentarer:

Helga Hin sagde ...

Já, ég sé að það er bara að verða heilmikið líf hér inni - þ.e.a.s. á blogginu auðvitað.
Gott að fá að heyra af þessu með íkveikjutilraunina - gott efni í þorrablót. Haldið þessu áfram. Kannski ekki að kveikja í en að koma með efni fyrir skemmtinefnd.
Svo þarf ég endilega að sýna ykkur hvernig þið bætið tenglum inn á bloggið ykkar.
Sjáumst :-)

Anonym sagde ...

Jæja þú ert ekkert að standa þig í að setja inn myndir af Herkúles :-)

Anonym sagde ...

Kmið þið sæl og blessuð.
gamann að geta fylgst með ykkur úr fjarlægð í staðinn fyrir að horfa á ykkur yfir götuna.
En viljið þið ekki vera svo væn og setja inn heimilisfangið hjá ykkur.
Kveðja Olla

Anonym sagde ...

Þetta fer nú að þróast í það að vera svona:
"Já já og jæja komið þið sæl.
Hilsen, Garðar Þrándur"
hehe :)