fredag den 28. december 2007

Gleðileg jól

Hæ hæ og hó,jú þá er þetta allt saman runnið upp og maturinn niður,við fórum til Billund á laugardagskvöld að sækja stórfjölskylduna,það eru foreldrar systur og einn mágur. Það var að sjálfsögðu seinkunn um 6 tíma á vélinni,þannig við vissum allt um flísar og gólfefni í flugstöðinni,en virkilega gaman að hitta alla aftur eftir 6 mánuði,var svo keyrt heim og komið um 4 leytið um nóttina. Vannst ég varla hafa hallað mér á koddann .þegar það var kallað #búðir búðir núna núna#jú þorláksmessa komin og þá er bara að versla og versla.
Já þessi jól verða í minningu búðarjólin miklu,nei nei segi bara svona, en alltaf fannst ein og ein til að kíkja í. Að öðru leyti búið að vera alveg yndisleg stund með fjölskyldunni,farið í jólatívolí í Köben á annan í jólum,alveg magnað að sjá þetta allt í skamdeginu,dæturnar prufuðu allskonar tól en ég undirritaður hef mjög lítið hjarta miðað við búkstærð svo ég horfi bara á.

Svo fór að líða að heimferð og gamli fór að stressat upp því við urðum að ná ferju fyrir kl 9, og þið þekkið nú svona konur og búðir alltaf teygist á þessu.

En að endanum komust við að stað og þá sagði gps okkur að við myndum ná bryggju kl 853 og þá var bara slegið í klárana,hraðbrautin nýtt til hins ýtrasta þegar a' mamma sá ekki á hraðamælinn, beygt út á landveginn og bara keyrt eins og maður þorði,kannski fáum við myndir í pósti en vona ekki,en kl 854 rendum við inn í ferju og er ekki frá því að púlsinn hafi verið kominn aðeins upp.

Yfir kaffibolla í ferjunni var þetta hin mesta skemtun og allir tilbúnir fyrir næstu jól.

Þýskaland var skoðuð á fimmtudaginn og að sjálfsögðu nokkrar búðir.

Föstudagur í slökun hjá okkur strákunum en móðir mín og systur fundu nokkrar búðir enn,svo er bara kveðjustund á morgun,verður svoldið erfitt en hugsum bara um frábæra viku hér í danmark.

Minni á nýjar myndir í desember albúmi,

Kveðja Garðar

2 kommentarer:

Anonym sagde ...

Gleðileg jól þið þarna Baunverjar.
Ansi var nú dimmt að horfa heim að Kárhóli fyrir jólin...
Kveðja Siggi Hjartar

Anonym sagde ...

Gaman að skoða síðuna ykkar, bestu kveðjur frá Berglindi í Norge