søndag den 27. april 2008

Sláttur er hafin

Jæja svona er það nú hér í danmark,að maður er búin að slá tvisar núna með vikumillibili,já það er léttt að vera bóndi´,sem ég skrifaði síðast var ekki búið að fjárfesta í sláttuv´ðel,en nú er komin í hús splunkuný 125 kg vél sem æðir áfrám á meðan stjórnandinn nær andanum,já vöðvavél varð fyrir valinu og þið getið ímyndaði ykkur karlinn í garðinum,kannski nást myndir seinna,en ferðin er mikil og veit ekki hvað myndavélin n´ær miklum hraða.
Aldur er afstæður en ég veit ekki hvort ég sé nokkuð svo gamall,en það er alveg orðið ómulegt að sofa út eins og maður kallaði það hér í denn,upp kl 715 í morgun stokkið í bakarí og út að slá í kjölfarið,búin að þessu öllu saman o gklukkan ekki orðin 10þ
Ekki er því að neita að þessi breyting er bara mjög notaleg,þó ég hafi nú ekki verið þessi morgunsvæfi maður fyrr.en dagurinn nýtist jú meget mere.
Heima á klakanum er allt að verða vitlaust í þessum vörubílageira,best að segja sem minst,en oían er of dýr,en þessar aðgerðir eru kannski alveg réttar,en vinnumarkaðurinn hér ytra er nú heldur afslappaðari,þó þeir mótmæli en og en gang. En ég fékk nóg í minni vinnu síðasta miðvikudag þegar gamla kranadraslið sem ég hef verið með í vetur bilaði einu sinni enn,svo ég strunsaði upp á kontó ´afimmtudag og sagði upp með því sama,þá fyrst var loks hlustað á mann og mér lofað öllu fögru,en það er bara of seint,maður var fyrir löngu búin að fá nóg og aldrei sagt frá neinu eða spurði um hvort færi sniðugt að kaup þetta eða hitt,bara keypt gamalt drasl og ónothæft. Vona bara að ég losni sem fyrst,því ég get fengið vinnu hér nær sem passar miklu betur fyrir mig,fæ bíl heim alla daga plús það að ég get sofið í bílnum ef það passar betur en það var ekki í boði í gamla hróinu.
Skutumst í afmæli hjá Mercedes Bóasdóttir í þýskalandi í gær var náttúrulega stórveisla eins og þeim einum er lagið,var bara mjög notalegt,Palli fyrverandi nágranni kom hér í gær og við rákum ný dekk undir masdan hans og hann keyrði eins og nýr á eftir,hann kemur svo á eftir og kíkir á formúluna,hann heldur enn að bensinn geti eitthvað en það kemur í ljós. Hilsen úr sólinni í blommehaven ca 23 stig og fer hlýnandi, Garðar Þrándur vöðvasláttumaðurinn.

onsdag den 16. april 2008

Svoldið bráður

Hæ aftur var svo spenntur að prófa hvort þetta virkaði hjá mér að ég kláraði ekki alveg dæmið,en þið takið nú viljann fram yfir árangurinn hjá me´r,það eru fleiri myndir af stelðpuunum á myndaalbúminu, með texta undir,svo stendur til að fara að skrifa undir fleiri myndir,en eins og þið áhorfendur vitið er ég einstaklega röskur og snöggur í þessum tölvuheimi,
jæa jææjaa nún er best að hætta þessu í kvöld,fara að vaska að eins upp áður en frúin kemur heim úr vinnuni, Hilsen úr Blommehaven Garðar Þrándur

Leikir á götunni

Já sjáið þið strákinn,núna eru að koma myndir með texta,þetta kann maður nú allt saman eða hvað,.
Þetta eru myndir sem ég tók í gærkvóldi hér í næstu götu alveg rjómablíða og krakkarnir í hornabolta,stúlkurnar eru búnar að kynnast nokkrum krökkum hér í grendinni og gengur bara mjög vel að fóta sig á nýjum slóðum,miklu meira að leika úti heldur en var í fjandans blokkinni,



Posted by Picasa

Nú er komið sumar

Hæ hæ og takk fyrir öll komment,rosalega gaman að fá sma´skýrslu og penna frá landi litla í norðri,var búin að fá upplýsingar hjá Palla og Helgu tölvukennurum hvernig ætti að svara kommenti en ég get bara ómulega munað það lengur kemur kannski seinna.+

Já það er ekki bara sæla vera komin með einbýlið og garðinn,nei nei,reyta arfa klippa greni,gras og allt þetta græna stöff,því hér er komið að slætti takk fyrir,og þá vandast nú málið,ekki err kálið sopið þó vaxi hratt. Enginn sláttu vél til og allir aurar búnir,en ég er búin að sjá tilboð á gömlu góðu líkamsræktarvéluynum sem maður ýtir á undan sér og gæti kannski lagt af í leiðinni,nei nei það má helst ekki ske,

onsdag den 9. april 2008

Talvan er kominn í lag

Já núna mun það gerast,kannski ekki í kvöld,en mjög snart.
Fyrst er að nefna nýjar myndir af húsinu sem við keyptum,þær finnið þið inn á myndaalbúmi,
Já það er búið að flytja einu sinni enn,og alltaf segir maður að þetta sé í síðasta sinn,þetta er svo djöfull leiðinlegt.
En með góðra vina hjálp hafðist þetta nú og allir eru sáttir og glaðir,fengum trampólín í kaupbæti svo það er hoppað út um allan garð núna.
Fengum fyrsta og trúlega eina snjóinn í vetur núna eftir páska, stoppaði nú ekki nema í tvo tíma en gaman samt,
Auður var að leika í leikriti í skólanum í kvöld því miður missti ég af því vegna vinnu, en Sólrún og Linda fóru,Telma var á fótboltaæfingu,æfir nú tvisar í viku.
Já já núna er laust baðið svo ég tími ekki að sleppa því skrifa snart aftur, Hilsen Garðar og co