lørdag den 14. marts 2009

Annáll

Jæja þá er að koma sumar aftur,skaut inn mynd af frá Berliín sem við skoðuðum í haust. Nú skal reyna að rekja smá söguna því pistlarnir hafa verið hálf götóttir undanfarið,.
Jólin 2008 héldum við í svíþjóð,ekki langt frá Jönköping sem er cirka mitt á milli Gautaborgar og Stokkhólms,við elskum svíþjóð og langaði að reyna að komst í smá snjó og svoddan,. Keyrðum uppeftir á föstudegi og komum í bústað um kl 1800,sem við höfðum pantað, keyrt í næstu búð og verslað það nauðsynlegasta og síðan bara huggað sig. Daginn eftir vöknum við í yndislegu veðri frost og stilla,heiður himinn bara flott,jæja allir í föt og göngu,vorum með hesta í nágrenni og skóg,sem maður gata labbað endalaust í ,en svo kom babb í bátinn þegar átti að renna í síðdegirsbíltúrinn,bíllinn steindauður,minn grunaði reyndar um kvöldið að hleðslan væri ekki 100 prósent,en nú var galtómur. Nú ég er bara þrándur svo ég bankaði upp á í næsta bæ og spurði om han kunne hjælpe mig með ström,ja ja hey hey jeg koma snart og . Alveg yndislegt fólk þarna í sverige engin vandamál,svo fór ég á öll verkstæði og spurði um þeir gætu hjálpað mér,en það var eitt vandamál ég var ekki á volvo,svo þeir gátu ekki hjálpað okkur.
En þá kom bara þrándurinn upp aftur,ég gekk til bóndans sem átti bústaðinn og spurði hann um hvort hann ætti hleðslutæki,já ekki málið og hafðu það bara eins lengi þú vilt,svo það bara hlaðið á nóttunni og þá gátum við keyrt á daginn.
Einn daginn rendum við svo í Linköping til Elvars bróður ´Sólrúnar og áttum huggulegan dag með þeim hjónum og börnum þeirra. Heimferðin gekk vonum framar vorum stressuð um rafmagnleysi en komumst heim í hlað án hleðslu,svíþjóð var kvödd með söknuði en það verður bara farið aftur og aftur þar upp.
Áramótum eyddum við samam fjölskyldan í blommehaven og fengum líka Nönnu Louise vinkonu Auðar til okkar eftir matinn og gisti hún líka,bara gaman að hafa áramót með dönsku ívafi,meira segja keypti gamli maðurinn flugelda við mikinn fögnuð stúlknanna.
Ekki má gleyma góðri heimsókn frá esbjerg,þær komu systur Sigga og Þorgerður og þeirra menn. Í vetrarfríinu skaust unglingurinn til íslands,og hitti gömlu skólasystkini.
Við erum ekki þau sneggstu í öllu sem við gerum og það var búið að nefna það nokkrum sinnum við okkur að það ætti að hafa innfluttningsparty þegar maður flytti í eigið hús,nú svo við negldum dagsetningu 7 mars næstum einu ári eftir að við fluttum,fengum marga góða gesti og áttum góða stund. læt þetta duga núna en kem fljótlega aftur og vonandi með myndir. með hilsen Garðar