tirsdag den 2. september 2008

Þankar

Já nú er bara komin september, og danir aðeins byrjaðir að tala um haust,en það finnst okkur ekki,20 stig og blíða.
Ég og stelpurnar komum frá Lóllandi í gær eftir heimsókn til mömmu og co í sumarbústaðinn sem þau hafa þar, Sólrún komst ekki með vegna vinnu,þetta var voða notalegt og kíktum við á hitt og þetta, svo má ekki gleyma því að við fórum í reisu til Slesvig á fimmtudaginn síðasta,var mjög gaman, fundum hrikalega flotta kirkju þar og margt sniðugt.
Þetta fyrsta heila sumar okkar hér í danmark er búið að vera virkilega fínt,margir góðir gestir bæði í stuttan og langan tíma til dæmis, Helgi og Svafa frá egilsstöðum,Aðalsteinn og Ella frá egilsstöðum,Saumaklúbburinn frá Selfossi Anný,Dagga og Erla,Ragnar láki og Ásdís,Lovísa og Vignir þau komu líka stutt í vetur,Steini og Merridt og þeirrra fólk.
Vona að ég gleymi engum en þetta var bara stutt upptalning á þeim sem koma frá útlöndum.
Telma okkar átti afmæli þann 23 ágúst,en afþví að amma og afi voru að komu um nóttina,þá ákvað hún bara að geyma afmælið um óákveðin tíma.
Það er nú alltaf svoleiðis að maður skoðar aldrei það sem er næst manni nema einhver komi og ýtti manni af stað,fórum bæði í sönderborgslot og dybböl safnið með Snæbirni fóstra og Rakel Rós litlu systir og Auði,höfðum bara mjög gaman af.
Svo er planið í dag að fara með hjólið hennar Telmu í uppherslu og tjékk og koma sér í vinnugírinn aftur,því maður þarf víst að vinna með þessu eitthvað líka.
Kveðja Garðar og co