søndag den 3. maj 2009

Sumarkreppan


Halló já við erum á lífi,en bloggléleg.

Nú hefur mikið gerst síðan síðast enda langt um liðið. Þann 1 apríl var lagt í ferðalag til íslands,fyrsta heimsókn eftir flutning,var bæði tilhlökkun og kvíði hjá undirrituðum.

Flugið var náttúrulega ekki á áætlun,kom ekki á óvart,en til reykjavíkur vorum við kominn,um hálf fimmleytið í fyrsta kaffiboð en ekki það síðasta,viljum við þakka öllum fyrir yndislegar móttökur,veitingar og aðbúnað og síðast en ekki síst samverustundir, því miður komumst við ekki til allra sem var búið að tala um en hugurinn var þar eigi að síður.

Ísland kom betur útút þessari heimsókn en við héltum,því maður heyrir bara það neikvæði í fjölmiðlum,en þarna býr ennþá þjóð sem er ekki búin að gefast upp og vinnur sig útút þessu eins og alltaf áður. Merkilega var að okkur fannst við hafa verið þarna í gær kannski er það aðlögunarhæfni mannsins eða gullfiskaminnið,enda hef ég alltaf sagt góðir vinir breytast ekki hvort sem eru 200 metrar á milli húsa eða 2000þúsund kílómetra.

Mesta breyting sem við upplifðum að það er allt bara í fyrsta gír.sumir segja að þetta hafi verið svona í gamla daga,en svo langt man ég ekkki.

Nú fyrr enn varði var komið að heimferð og gekk bara ljómandi vel þangað til að lestarferðinni var komið. Júuuuuua við ákváðum að prófa í þessu ferðalagi að taka lestina frá Sönderborg til köben og til baka og hefur það fyrirkomulag bæði kosti og galla, kosturinn er að maður getur bara setið og huggað sig og notið útsýnis,en svo er það upptalið. Á heimleiðinna þurftum við að hlaupa mararþon á milli brautarpalla í köben til að ná sönderborgarlestinni,og svo þegar við komum inn ´´i lestina með 5 ferðatöskur voru öll sæti meira og minna full,svo ér tróð töskunum upp í næstu hillu og síðan settist fjölskyldan hist og hér um alla lest. Náðum að lokum að setja saman og þetta leit vel út,en þá byrjar lestarstjórinn að gaula skipta um lest skipta um lest,var þá ekki bilun á milli tveggja stöðva svo við drusluðumst með allt okkar dót yfir í gamla tjútt tjútt lest og jú jú hún óstaðist af stað til sidst,en viti menn.

Aftur gaular gaurinn skipta um lest skipta um,jú þá mátti gamla tjútt tjútt lestin ekki keyra lengra,svo en gang til drösluðumst við yfir í næstu lest. Komum heim í Sönderborg einum og hálfum tíma á eftir áætlun, niðurstaðan er einföld,aaaaaalllllllldrei aftur lest,burra bara í mínum bíl næsta skipti....


Nú þegar við komum til baka var bara brostið á sumar 20 gráður og sól,svo við tókum upp flísar á pallinum og setttum nýjan sand undir og lögðum again, bárum viðarvörn á hinn pallinn og veggi,splæstum í húsgögn svo að þetta er að verða nokkuð gott, svo er núna í gangi klippun ´a hekki og annað garðdund.


Nú úr einu í annað við trukkarar hér í danaveldi höfum lengi talað um að hittast og var það framkvæmt í gær í vejle,mættu 15 stk með mökum og var borðað sagðar sögur metist aðeins tekið í keilu og að sjálsögðu opnaðir baukar,bara gaman og ákveðið að hafa árvissan atburð í það minnsta.


Nú svo ég verði nú alveg heiðarlegur þá er nú byrjað að rigna og það duglega svo ekki minnkar grasið um næstu helgi, já úbbs hef ekki alveg staðið mig með sláttinn ennþá. Læt þetta duga í bili og enn og aftur er von á myndum en lofa engu. Kveðja Garðar Þrándur