søndag den 5. oktober 2008

Nýjar myndir


Jæja þá eru komnar nýjar og gamlar myndir inn í albúmið,sumarmyndir o g berlínar ferð um síðustu helgi með Gunnari og Önnu nágrönnum okkar og vinum,var bara skemtilegt og falleg borg.
Endalaust hægt að skoða og greinilegt að týskarinn er búin að moka peningum i bæinn eftir hrun múrsins, búðir opnar til kl 2100 á laugardögum, eitthvað fyrir dömurnar, en við Gunnar skoðuðum bara pöbbana á meðan.
Nú styttist í haust frí stúlknanna byrjar þann 13 okt, ekkert svaka plan en bara huggulegt trúi ég.+
Fyrsta haust lægðin kom í nótt með golu og rigningu stólar fuku af pallinum og allt lauslegt,sennilega komin tími á að taka þetta dót inn, maður sólar sig ekki mikið meira þetta sumarið.

Já ekki má gleyma kisu, nú er hún komin til danmerkur,sóttum hana upp í Horsen á föstudagsköldið, Hún Hafdís dóttir Kristján og Ellu var svo væn að taka hana með sér í Nörrunu,

Kisa var nokkuð fljót að aðlagast er strax byrjuð að mjálma á dönsku.


Elsku vinkona okkar hún Erla lést aðfaranótt miðvikudags 1.okt. Aðeins 37 ára gömul.
Eftir 9 ára hetjulega baráttu kvaddi hún þennan heim.
Við erum sv0 þakklát að hafa fengið að eiga hana sem vinkonu og fengið innsýn í hennar líf.
Hún var alltaf svo lífsglöð og sá alltaf það góða í öllum og alltaf stutt í stríðnina hennar. Allt til enda glampaði í glettnin í fallegu augunum hennar. Hún var hagsýn og skipulögð og vissi alltaf hvað hún vildi en var alltaf tilbúin að hlusta á aðra og taka ákvarðanir út frá því.
Börnunum hennar tveimur bjó hún sem best hún gat undir framtíðina.

Við erum svo þakklát að hafa fengið að hafa hana hjá okkar í Ágúst, þegar hluti af sumaklúbbnum kom í heimsókn. Hún naut þess virkilega og brölluðum við margt saman í þessari viku sem við höfðum saman.
Þegar ung fólk deyr frá sínum nánustu, þá getur maður ekki annað en hugsað til þess hvað við erum heppin sem höfum heilsuna í lagi og heilbrigð börn, í kringum okkur.
Hættum svo að væla yfir einhveri krónu eða banka krísu,það kemur allt aftur.
Hugsum um hvort annað og njótum hvers dags.
Með hlýjum kveðjum frá Blommehaven Garðar og Sólrún.