onsdag den 2. januar 2008

Gleðilegt ár

Já gleðilegt ár og takk fyrir öll hin,jú það er komið 2008 allt í einu.
Stórfjölskyldan að norðan kvaddi okkur á laugardaginn svo það var pínu tómlegt hér smástund en svo komu áramót og ég hélt að maður væri komin í stríð hér var skothríð frá kl 8 og fram yfir miðnætti og engin smá sýning.+
Við höfðum það bara huggó um kvöldið horfðum á skaup og smá nammi,síðan var farið í göngu á nýársdag í blíðunni og erum við enn þá að uppgvötva hvað er fallegt hér í Sönderborg.
Vinnan hófst svo í morgun ræs kl 5 pínu geisp og svo bara gamans að byrja aftur.
Sólrún byrjaði líka í nýrri vinnu í dag og lýst bara mjög vel á sig. Stúlkurna byrja svo í skólanum á morgun,þannig að þetta er stutt og notaleg vika,


Hils hils Garðar Þrándur

2 kommentarer:

Anonym sagde ...

Hæ þið!! Mikið var nú gaman að fá kortið frá ykkur og komast í samband. Hafið þið það ekki bara gott ? Það er nú reyndar varla að ég trúi því að þið getið haft það gott án mín í nágrenninu...!! Jónatan talar oft um Lindu og saknar hennar. Hér er allt við það sama - þannig lagað séð. Pétur er útskrifaður úr ME og byrjaði að kenna við Egilsstaðaskóla núna eftir áramótin. Afleysingakennsla og einhver leiklistarkennsla. Jónatan er í fótboltanum og stofnar leynifélög og býr til leynistaði með vinum sínum. Og ég er ennþá í sömu vinnunni og á ennþá frænda þinn, Sólrún, fyrir kærasta. Petra býr ennþá hér, er orðin atvinnulaus en jafnframt kærulaus því hún er á launum til vors. Allt gott sem sagt. Netfangið mitt er unnursveins@visir.is og mikið væri gaman að vera í meira sambandi. Bestu kveðjur. Unnur og Jónatan

Anonym sagde ...

hvernig er að vera komin til danmörku ? hvernig var á áramótunum ?
jónatan