lørdag den 5. januar 2008

KUldi og slydda

Já eins og fyrirsögnin segir er búið að vera frekar kalt.þó aðalega blástur sem daninn talaði um að þýddi 15-20 stig í mínus,þeir ættu að prófa -25 og íslenskan blástur.
Ég var nú í góðum málum í flísfötunum mínum og léttum jakka,en daninn klæddi sig alveg í kaf,einn vinnufélagi minn var í tveimur venjulegum peysum.svo fór hann í góða flíspeysu,kuldagalla og kuldaúlpu þar yfir,ég gekk til hans og spurði hann í hverju hann mundi vera þegar það kæmi vetur,hann góndi bara á mig og sagði svo þið #ísteningar# eins og þeir kalla okkur Gumma stundum eru bara ruglaðir.

En nóg um það fjölskyldan dreif sig upp í Kolding í dag í eitthvert risamoll, sem ég var nú bara orðin áttaviltur í að lokum. En flottasta moll fyrir það röngluðum þarna um og fengum okkur léttan middag,fórum svo heim í slyddu og rigningu,það örlaði fyrir hvítum köntum en það var bara augnablik,því danskir saltbílar keyra nú stanlaust um og salta,já þetta er sko alvöru söltun þú sérð bara hvíta skafla í hringtorgum.

Jæja gott í dag ég er rekin í burtu nú því að það rignir inn msn boðum,kveðja Garðar Þrándur

Ingen kommentarer: