lørdag den 19. juli 2008

Rigning

Já það rignir stundum hér í danmark,en það er svo stutt í einu að maður man ekki eftir því stundinni lengur.
Hér hefur mikið gerst frá síðasta pistli, ég undirritaður fór á laugardagsmorgun til Fúsa og Dagnýjar og hjálpaði aðeins til með steypuvinnu,þar á bæ er harðduglegt fólk sem vílar ekki fyrir sér að brjóta upp nokkur gólf síkka og breyta og steypa upp aftur,var þarna með góðum hóp manna og þetta minnti mig á sveitina í gamla daga þegar menn höfðu tíma til að hjálpa hvor öðrum.
Bara hrært í pokavél og mokað í með skóflu,þetta gekk bara mjög vel og var býsna skemmtilegt.
Í allt annað við hjónin höfðum átt afmæli með nokkra daga millibili,og er hér með þakkað fyrir allar góðu kveðjurnar sem bárust,ákváðum því að halda smá kaffi á laugardagskvöldið sem gekk bara vel og áttum góðar stundir með góðu fólki.

Sunnudaginn renndu svo
Árdís og hennar fólk í bæinn,og leiddist þeim vinkonum ekkert að hittast,svo kom Árdís í gær til gistingar og verður í einhverja daga.
Fórum rúnt um bæinn í gærkveldi og á macdonalds plús í s.Þær stöllur vöknuðu svo snemma í morgun og fóru í bæinn og kíktu í búðir ,komu heim smá varning til baka, eftir það renndum við okkur á ströndinna í kægnes,var reyndar ekkert voða hlýtt,en þær stúlkurnar létu sig hafa það og fóru í sjóinn.

P.S nýjar myndir í albúmi af ströndinni og fl.

Á morgun á svo að fara eitthvert voða gaman,en ræðst svolítið af veðri spáir illa.

Ég hef verið mikið í burtu í vinnunni síðustu vikur,búin að fá að fara víða um danmörk og er bara skemmtilegt,fór upp í Fredrikshavn á þriðjudag og var svo heppinn að hafa góðan tima til baka að ég kíkti á stulla frænda í tylstrup,fékk að sjálfsögðu kaffi og kvöldmat þar á bæ.

Bestu kveðjur úr sönderborg Garðar Þrándur
Posted by Picasa

6 kommentarer:

Anonym sagde ...

Hæ hæ Sólrún og Garðar
Ég fór að hugsa til ykkar í gærkvöldi, langt síðan ég hef heyrt af ykkur eða í ykkur. Ég ákvað að prufa að setja nöfnin ykkar inn í google.is og fann þá þessa bloggsíðu. Þið bara komin til Danmerkur, frábært hjá ykkur. Það verður gaman að fylgjast áfram með ykkur hérna. Sólrún, endilega sendu mér línu á netfangið mitt svo ég geti kannski verið í smá sambandi við þig, þá fæ ég þitt netfang líka. (brynjasif@simnet.is) Það er gaman að sjá hvað stelpurnar ykkar eru orðnar stórar, ekkert smá flottar. Gangi ykkur vel og vonandi heyri ég frá ykkur fljótlega.

Bestu kveðjur, Brynja Sif

Anonym sagde ...

Sæll Garðar og fjölskylda:-)
Rakst á blogg síðuna þína inni hjá sigga Hjartar, gaman að lesa hvað þið haið brallað og sérstaklega gaman að skoða trukkamyndirnar. Gott að vera á volvo;-):-) Sá einmitt mynd af systu og jens. jæja mun vera dulega að kíkja á síðuna, bið að heilsa í bili. Kveðja frá Egilsst. Gunna

Anonym sagde ...

hey takk kærlega fyrir ´hjálpina... thid vorud ekkert smá duglegir...
og takk f okkur um kvøldid ;)
kv. DSS

Anonym sagde ...

Jæja!! Ekkert nýtt????
Búin að lesa þetta blogg of oft, nú verður að koma "update" ;o)
En annars til hamingju með afmælin ykkar um daginn og daginn.
Hilsen
Íris og fj.

Anonym sagde ...

hæ og takk fyrir frábæra síðu.

Anonym sagde ...

Er ENNÞÁ rigning í DK??? Held að þið ættuð þá bara að drífast heim til Íslands ;o)
Kveðja Íris
p.s þessi pistill er orðinn mánaðargamall, kominn tími á nýjann, takk!