torsdag den 5. juni 2008

Sumar

Aldrei hefði hvarflað að mér unirrituðum að maður gæti vanist sól og hita,já svona eldist maður nú, við höfum nú haft 25 gráður plús mínus undanfarnar vikur og þetta er bara yndislegt, einu fylgifiskarnir eru maður er svolítið köflóttur,því maður hefur nú ekki þann kroppinn að maður striplist mikið á almannafæri,en þó er maður kominn í stuttbuxur í vinnuna og þá var ekki að spyrja að því kálfarnir grilluðust með því sama.

Eins og Telma lýsti þessu svo skemmtilega fyrir ömmu sinni í Reykjadalnum,( pabbi er eiginlega hálf ógeðslegur,dökk brúnn á handlegg og andlit en svo hundaskítshvítur þar á milli). En svona sjá nú börnin gamla maninn.

Við hjónaleysin erum aðeins byrjuð að dunda í garðinum,erum ekki þau öflugustu en reynum að halda í horfinu,skárum aðeins burt torf fyrir framan hús og settum kurl,kemur bara vel út,en svo er framtíðardraumurinn að breyta þessu í bílastæði með flísum og fínheitum.

Ég er kominn í fjagra daga frí því danir halda grundlovsdag í dag sem er eiginlega 17 júní okkar,svo sagði bossinn að það væri ekkert í kortunum á föstudaginn svo ég fékk óvænta langa helgi. Skrúbaði bara vollann í gærkveldi og fór svo í galant viðgerðir eftir það, hann er að stríða okkur með þjófavörnina, tekur strauminn af sér í tíma og ótíma.

Sólrún strandaði á ljósum í gær þegar hún ætlaði úr vinnuni,en við erum svo lánsöm hér í Sönderborg að eiga góða vini í öllum götum,hringdi í Stefán formann og hann reddaði þessu með því sama.

Telma fór í heimsókn til Maju vinkonu í dag og þær fóru á ströndina að veiða krabba í það minnsta 16 stykki, ég, Auður og Linda bökuðum köku slógum garðinn smíðum skilti og fleira sniðugt, höfðum svo huggulegt þegar Sólrún kom úr vinnuni.

Íris, ég veit það líður stundum svolítið langt á milli pistla en sorrý, ég er bara ekki öflugri,ha ha.
Þakka samt öllum öðrum fyrir kvittanir,það er mjög gaman að fá smá krítik.
Hilsen Garðar Þrándur Kolamoli í Sönderborg.

4 kommentarer:

Anonym sagde ...

Frændi ertu að verða eins og pandabjörn ?
Kv Siggi

Anonym sagde ...

Hvurslags er þetta!! 5 daga gamalt blogg! Nei þetta gengur ekki, nú vil ég fá nýtt!! hahah Ég er nú ekki svona frek :o (þó frek sé!!)
Hér erum við eins og Ísbirnir (ekki pandabirnir!) þar sem sólin hefur lítið látið sjá sig í júní :o/ og best að tínast ekki í þokunni sem legið hefur yfir seinustu daga!!
Bestu kveðjur úr austfjarðarþokunni
Íris og hinir ísbirnirnir :)

Anonym sagde ...

Heil og sæl öll sömul.Gaman að sjá og heyra af ykkur þarna í Danaveldi.Glæsilegt húsið ykkar til lukku með það,greinilega gott að búa þarna.En það er nú líka búið gott að ganga hér á Fróni allt komið í blóma og fínt veður,að vísu heldur kaldara núna en verið hefur en það verður ekki lengi hlýnar fyrir helgina samkv.veðurspánni.Bestu kveðjur til ykkar allra.
Malla Ólaf.

Anonym sagde ...

Ég enn og aftur!! Vil nýjar fréttir!!! Nei nei bara grín.
Bara að kasta kveðju á ykkur í tilefni dagsins. Til hamingju með hana Lindu "litlu"
Hafið það gott og dekrið við snúlluna í dag ;o) (sem ég veit að þið gerið :o) )
Kveðja
Íris og fjölskylda